Góður sigur hjá Selfoss

Góður sigur hjá Selfoss

Pepsi deildin fór af stað í gærkvöldi eftir mánaðarhlé vegna EM í Svíþjóð. Selfyssingar tóku á móti Þrótturum á Selfossvelli og unnu góðan 4-2 sigur. Guðmunda Brynja skoraði tvö marka Selfoss og þær Valorie O’Brien og Svana Rún Hermannsdóttir hin tvö. Svana Rún og Katla Rún Arnórsdóttir, sem báðar koma frá Val, Inga Lára Sveinsdóttir léku sinn fyrsta Pepsi deildarleik fyrir Selfoss í gærkvöldi. Þær léku allar vel í leiknum sem og aðrir leikmenn liðsins sem hafði nokkra yfirburði í leiknum.

Nánari umfjöllun um leikinn má finna á sunnlenska.is og fótbolta.net.