Góður sigur í Garðabæ

Góður sigur í Garðabæ

Selfoss fór í heimsókn í Garðabæinn í gær þar sem liðið mætti Stjörnunni í Pepsi Max deildinni. Selfoss sigraði með fjórum mörkum gegn einu marki heimakvenna. Dagný Brynjarsdóttir og Magdalena Anna Reimus voru á skotskónum og settu báðar tvö mörk í leiknum.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is

Með sigrinum lyfti Selfoss sér upp í 4. sæti deildarinnar með sex stig eftir fjórar umferðir.