Gothia Cup 2014

Gothia Cup 2014

Strákarnir í sameiginlegum 3. flokki Selfoss, Hamars og Ægis í knattspyrnu eru að keppa á Gothia Cup í Svíþjóð þessa vikuna. Á leiðinni út stoppuðu þeir í íþróttamiðstöðinni í Þorlákshöfn til að brosa framan í myndavélina.

Mótið er eitt stærsta knattspyrnumót heimsins en hægt er að fylgjast með gangi mála á heimasíðu mótsins eða hreinlega ná sér í smáforrit (app) mótsins. Nánari upplýsingar á fésbókarsíðu Ungmennafélags Selfoss.