Gott stig gegn Grindavík

Gott stig gegn Grindavík

Selfyssingar gerðu 1-1 jafntefli við topplið Grindavíkur þegar liðin mættust í Inkasso-deildinni á JÁVERK-vellinum í gær.

Staðan var markalaus í hálfleik þar sem Selfyssingar voru sterkari framan af en eftir því sem leið á hálfleikinn tóku gestirnir völdin. Það var hins vegar fátt um marktækifæri.

Grindvíkingar voru meira með boltann í seinni hálfleik en tókst ekki að skora fyrr en á 72. mínútu. Það var fátt sem benti til þess að Selfyssingar næðu að jafna leikinn fyrr en að markvörður gestanna braut klaufalega á JC Mack á 85. mínútu og dómarinn dæmdi umsvifalaust vítaspyrnu. Pachu skoraði örugglega úr vítaspyrnunni sem hleypti nýju blóði í heimamenn sem voru hársbreidd frá því að tryggja sér sigurinn í lokin.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Liðið er með 23 stig og færðist upp í 6. sæti deildarinnar þegar fjórum leikjum er ólokið. Liðið sækir topplið KA heim á Akureyri á laugardag kl. 16:00.