Guðjón Bjarni tekur við liði Selfoss í Pepsi-deildinni

Guðjón Bjarni tekur við liði Selfoss í Pepsi-deildinni

Guðjón Bjarni Hálfdánarson, sem ráðinn var aðstoðarþjálfari Pepsi-deildarliðs Selfoss á miðju sumri, hefur nú tekið við sem aðalþjálfari liðsins. Honum til aðstoðar í þjálfarateyminu eru Gunnar Rafn Borgþórsson og Jóhann Bjarnason, þjálfarar meistaraflokks karla, Elías Einarsson markmannsþjálfari og Hildur Grímsdóttir sjúkraþjálfari.

Guðjón Bjarni tekur við af Valorie O’Brien sem var sagt upp störfum sem þjálfara eftir afleitt gengi liðsins í Pepsi-deildinni í sumar. Valorie hefur verið í leikmannahópi Selfoss í þremur af síðustu fjórum leikjum liðsins í deildinni en hún afþakkaði boð um að halda áfram sem leikmaður liðsins.

Nánar er rætt við Guðjón Bjarna á vef Sunnlenska.is.

Ljósmynd: Sunnlenska.is/Guðmundur Karl