Guðjón Orri í Selfoss

Guðjón Orri í Selfoss

Selfoss hefur fengið markvörðinn Guðjón Orra Sigurjónsson til liðs við sig en hann skrifaði undir tveggja ára samning við Selfoss á föstudaginn.

Hinn 23 ára gamli Guðjón Orri er uppalinn hjá ÍBV og hafði leikið allan sinn feril í Eyjum áður en hann fór í Stjörnuna síðastliðinn vetur. Guðjón var markvörður hjá Stjörnunni í sumar en hann hefur ákveðið að breyta til og ganga til liðs við Selfyssinga í Inkasso-deildinni fyrir næsta tímabil.

Nánar má lesa um málið á vef Sunnlenska.is.

Við bjóðum Guðjón Orra velkominn í Selfoss

Ljósmynd: Sunnlenska.is/Guðmundur Karl