Guðmunda Brynja æfir með landsliðinu

Guðmunda Brynja æfir með landsliðinu

Guðmunda Brynja Óladóttir er í æfingahóp Freys Alexanderssonar, landsliðsþjálfara kvenna sem kemur saman á Íslandi 21.-24. janúar næstkomandi.

Um er að ræða alþjóðlega leikdaga og því mæta leikmenn frá erlendum félagsliðum til æfinga. Næsti leikur Íslands í undankeppni EM er í Hvíta-Rússlandi í apríl en í júní er komið að stórleik gegn Skotum.

Dagný Brynjarsdóttir er ekki með þar sem hún er í æfingabúðum í Bandaríkjunum. Þá eru í hópnum tveir fyrrum leikmenn Selfoss þær Guðrún Arnardóttir og Thelma Björk Einarsdóttir sem er í hópnum í fyrsta skipti í langan tíma.