Guðmunda Brynja efnilegust á Íslandi

Guðmunda Brynja efnilegust á Íslandi

Guðmunda Brynja Óladóttir fyrirliði og markahæsti leikmaður Selfoss í knattspyrnu í sumar var valin efnilegasti leikmaður Pepsi deildarinnar á lokahóf KSÍ í seinustu viku.

Í frétt Sunnlenska.is kemur fram að Guðmunda var einn af burðarásum Selfossliðsins í sumar og ein af markahæstu leikmönnum Pepsi-deildarinnar með 11 mörk. Árangur Selfossliðsins var framar vonum í sumar en liðið lauk keppni í 6. sæti deildarinnar sem er besti árangur liðsins frá upphafi.

Glæsilegur árangur hjá Guðmundu og enn ein rósin í hnappagatið hjá stelpunum á Selfossi.

Fleiri Selfyssingar fengu verðlaun á lokahófinu því Viðar Örn Kjartansson fékk bronsbikarinn fyrir markaskorun en hann skoraði 13 mörk fyrir Fylki í Pepsi deildinni í sumar.

Myndin er frá KSÍ/Jóhann G. Kristinsson.