Guðmunda Brynja endurnýjaði samning sinn við Selfoss

Guðmunda Brynja endurnýjaði samning sinn við Selfoss

Guðmunda Brynja Óladóttir skrifaði á dögunum undir nýjan 2 ára samning við knattspyrnudeild Selfoss. Fjölmörg lið í Pepsí deildinni höfðu augastáð á Guðmundu eftir gott tímabil á sínu fyrsta ári í efstu deild. Gumma á að baki marga leiki fyrir yngri landslið Íslands og hefur m.a. skorað 15 mörk í 30 leikjum fyrir u17 og u19 landsliðin. Guðmunda hefur einnig verið reglulega í æfingahópi A-landsliðs kvenna og styttist í að hún komist þar alla leið. Guðmunda var á dögunum til reynslu hjá norska úrvaldeildarliðinu Arna Björnar, en hún var markahæsti leikmaður Selfoss í sumar með 7 mörk í 17 leikjum og var á lokahófi Selfoss valin besti leikmaðurinn ásamt Katrínu Ýr Friðgeirsdóttir.

Við óskum Guðmundu og Selfyssingum til hamingju með nýja samninginn.