Guðmunda Brynja í landsliðshópnum

Guðmunda Brynja í landsliðshópnum

Selfyssingurinn Guðmunda Brynja Óladóttir er í tuttugu manna landsliðshóp Íslands sem Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, tilkynnti í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu. Landsliðið mætir Danmörku í æfingaleik í Viborg 20. júní sem verður síðasti leikur Íslands fyrir lokakeppni Evrópumótsins sem hefst í Svíþjóð 10. júlí.

Við óskum Gummu góðs gengis í Danmörku og vonumst svo sannarlega til að sjá hana á EM í sumar.

Hópurinn

Tags: