Guðmunda Brynja lánuð til Noregs fram að Íslandsmóti

Guðmunda Brynja lánuð til Noregs fram að Íslandsmóti

Knattspyrnukonan Guðmunda Brynja Óladóttir hélt í vikunni í víking til Noregs en hún hefur verið lánuð til norska úrvalsdeildarliðsins Klepp.

„Þetta er eitthvað sem ég er búin að stefna að lengi og er mjög spennt fyrir því að fá að prófa eitthvað nýtt. Klepp setti sig í samband við Selfoss og ég held að þetta eigi eftir að hjálpa mér og Selfossliðinu mikið í sumar,“ sagði Guðmunda Brynja í samtali við Sunnlenska.is.

Nánar er fjallað um félagaskiptin á vef Sunnlenska.is.

Guðmunda Brynja verður á láni hjá Klepp þangað til keppni í Pepsi-deildinni hefst í byrjun maí, þannig að hún ætti að ná fimm deildarleikjum í Noregi fram að keppnistímabilinu á Íslandi. Meðal leikmanna Klepp er norska landsliðskonan María Þórisdóttir, dóttir Selfyssingsins Þóris Hergeirssonar.