Guðmunda lék sinn fyrsta landsleik

Guðmunda lék sinn fyrsta landsleik

Það var stór stund í sögu knattspyrnunnar á Selfossi þegar Guðmunda Brynja Óladóttir lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Serbum í undankeppni HM í knattspyrnu fimmtudaginn 31. október. Leikurinn fór fram í Serbíu og vann íslenska liðið góðan 1-2 sigur þar sem þær Margrét Lára Viðarsdóttir og Katrín Ómarsdóttir skoruðu mörk Íslands. Guðmunda kom inná sem varamaður á 80. mínútu og stóð sig vel.

Gumma sagði ferðina hafa verið erfiða en rosalega skemmtilega og ekki skemmdi fyrir að landa sigri í sínum fyrsta landsleik. Hún sagði jafnframt að alla unga knattspyrnumenn dreymi um að spila með landsliðinu og hún hefði nú upplifað draum sinn rætast. Umf. Selfoss óskar Gummu til hamingju með frábæran árangur. Hún er glæsilegur fulltrúi félagsins og fyrirmynd fjölda barna og unglinga á Selfossi.

Ítarlegri umfjöllun er á DFS.is.

Gumma á æfingu með landsliðinu í Serbíu.
Mynd: ksi.is

Tags:
, , ,