Guðmunda og Hrafnhildur léku gegn Póllandi

Guðmunda og Hrafnhildur léku gegn Póllandi

Hrafnhildur Hauksdóttir og Guðmunda Brynja Óladóttir, liðsmenn Selfoss, komu báðar inn á sem varamenn í 1-1 jafntefli í vináttulandsleik Íslands og Póllands sem fram fór í Póllandi á sunnudag.

Hrafnhildur var að spila sinn fyrsta A-landsleik en sex leikmenn í liðinu höfðu ekki fyrr leikið A-landsleik. Guðmunda Brynja var hins vegar að spila sinn 11 A-landsleiki. Þess má geta að aðeins voru valdir leikmenn úr liðunum í Pepsi-deildinni í þetta verkefni.