Guðmunda valin í A-landsliðshóp

Guðmunda valin í A-landsliðshóp

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari A-landsliðs kvenna, hefur valið Guðmundu Brynju Óladóttur frá Selfossi í undirbúningshóp fyrir verkefni næsta árs. Þetta er 42 manna hópur sem kallaður er saman á fund 28. desember, en á fundinum verður fjallað um  markmiðssetningu og dagskrá liðsins á næsta ári. Hópurinn mun breytast ef ástæða er til.