Guðmunda valin í landsliðið

Guðmunda valin í landsliðið

Selfyssingurinn Guðmunda Brynja Óladóttir var í dag valin í A-landslið kvenna sem mætir Serbíu ytra í undankeppni HM á fimmtudaginn í næstu viku. Þetta er í annað sinn sem Guðmunda er valin í íslenska landsliðshópinn en hún fór með liðinu til Danmerkur í lok júní. Hún hefur nokkrum sinnum verið valin í æfingaúrtak á undanförnum mánuðum.

Guðmunda, sem valin var efnilegasti leikmaður Pepsi-deildarinnar í sumar, hefur leikið 39 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað í þeim 17 mörk.