Guðmundur Axel valinn í U18 ára lið Íslands

Guðmundur Axel valinn í U18 ára lið Íslands

Þorvaldur Örlygsson, landsliðsþjálfari U18 ára landsliðs karla, hefur valið hópinn sem mætir Lettlandi í vináttulandsleikjum 19. og 21. júlí.

Okkar maður Guðmundur Axel Hilmarsson er í hópnum, en hann á fyrir 14 landsleiki í U17 ára liði Íslands.

Guðmundur hefur verið að spila frábærlega í liði Selfoss í Inkasso deildinni á þessu tímabili þrátt fyrir ungan aldur.