Guðmundur Tyrfingsson hjá Rangers í Skotlandi

Guðmundur Tyrfingsson hjá Rangers í Skotlandi

Guðmundur Tyrfingsson leikmaður Selfoss er þessa dagana í Skotlandi að skoða aðstæður hjá Glasgow Rangers. Þess má geta að þjálfari Rangers er hinn goðsagnakenndi Steven Gerrard. Guðmundur sem er ný orðinn 16 ára hefur á þessu ári æft og spilað með meistaraflokki karla ásamt því sem hann var valinn í U17 ára lið Íslands sem tók þátt í móti í Hvíta Rússlandi fyrr í vetur. Næst á dagskrá hjá Guðmundi er æfingahelgi með U16 ára liði Íslands ásamt loka undirbúningi meistaraflokks karla fyrir komandi keppnistímabil