Guðmundur Tyrfingsson valinn í U15 ára lið Íslands

Guðmundur Tyrfingsson valinn í U15 ára lið Íslands

Guðmundur Tyrfingsson leikmaður Selfoss hefur verið valinn í U15 ára lið Íslands sem spilar tvo æfingarleiki við Hong Kong og úrvalslið Pekingborgar þann 11. og 13. ágúst næstkomandi.
Leikirnir verða leiknir í Njarðvík og í Garði.
Guðmundur er leikmaður 3.flokks karla, en fyrr í vetur spilaði hann sínar fyrstu mínútur fyrir meistaraflokk karla í Fotbolti.net mótinu

Óskum Guðmundi til hamingju með valið