Gumma breytti gangi leiksins

Gumma breytti gangi leiksins

Guðmunda Brynja Óladóttir var í sigurliði Íslands sem lagði Holland í æfingaleik A-landsliða kvenna í knattspyrnu í Kórnum í Kópavogi í gær.

Gummu var skipt inn á völlinn á 70. mínútu þegar staðan var 0-1 fyrir Hollendingum og það var ekki að sökum að spyrja. Gumma breytti gangi leiksins og Ísland hafði 2-1 sigur.

Dagný Brynjarsdóttir fyrrum leikmaður Selfoss lék allan leikinn.

Ítarlegri umfjöllun um leikinn er á vefnum Sunnlenska.is og á Heimasíða Knattspyrnusambandsins.

Gumma í leik gegn Póllandi fyrr í vetur.
Ljósmynd: KSÍ

Tags:
, ,