Gumma leikur með U23 gegn Póllandi

Gumma leikur með U23 gegn Póllandi

Guðmunda Brynja Óladóttir, íþróttakona Árborgar, hefur verið valin á landsliðsæfingar U23 kvenna sem fram fara í Kórnum 10. janúar og Egilshöll degi seinna. Æfingarnar fara fram undir stjórn Freys Alexanderssonar landsliðsþjálfara A kvenna og kemur liðið til með að spila æfingaleik gegn Pólverjum á miðvikudag, 14. janúar kl. 18:00.

Þá voru fjórir leikmenn Selfoss valdir á landsliðsæfingar U19 kvenna sem fram fara á sama tíma. Þetta eru þær Bergrún Linda Björgvinsdóttir, Erna Guðjónsdóttir, Heiðdís Sigurjónsdóttir og Hrafnhildur Hauksdóttir. Æfingarnar fara fram undir stjórn Þórðar Þórðarsonar landsliðsþjálfara U19 kvenna.

Tags:
, , ,