Gumma og Karitas æfa með U23

Gumma og Karitas æfa með U23

Guðmunda Brynja Óladóttir og Karitas Tómasdóttir hafa verið boðaðar á landsliðsæfingar U23 kvenna sem fram fara í Kórnum og Egilshöll helgina 1.-2. nóvember undir stjórn Freys Alexanderssonar landsliðsþjálfara A kvenna.

Stelpurnar hafa báðar spilað með yngri landsliðum Íslands og Guðmunda er margreynd landsliðskona en Karitas er hins vegar að stíga sín fyrstu skref með U23 landsliðinu.

Frá vinstri: Karitas og Gumma ásamt Andreu.
Mynd: Umf. Selfoss/Gissur Jónsson

Tags:
, ,