Gumma spilaði með landsliðinu gegn Póllandi – Fjórar á æfingum U19

Gumma spilaði með landsliðinu gegn Póllandi – Fjórar á æfingum U19

Fjöldi knattspyrnumanna æfir um þessar mundir með landsliðum KSÍ.

Guðmunda Brynja Óladóttir, íþróttakona Árborgar, var á landsliðsæfingum U23 kvenna um seinustu helgi. Æfingarnar fóru fram undir stjórn Freys Alexanderssonar landsliðsþjálfara A kvenna. Í gær sigraði liðið Pólverja í æfingaleik 3-1 og var Gumma að sjálfsögði í byrjunarliði Íslands. Henni tókst ekki að skora í leiknum en lagði upp eitt marka liðsins.

Þá voru fjórir leikmenn Selfoss valdir á landsliðsæfingar U19 kvenna sem fram fóru á sama tíma. Þetta eru þær Bergrún Linda Björgvinsdóttir, Erna Guðjónsdóttir, Heiðdís Sigurjónsdóttir og Hrafnhildur Hauksdóttir.

Guðmunda Brynja eins og við þekkjum hana best, skrefinu á undan andstæðingnum.
Ljósmynd af fésbókarsíðu KSÍ.