Gunnar Guðmundsson nýr þjálfari mfl.

Gunnar Guðmundsson nýr þjálfari mfl.

Þann 10. október síðastliðinn var gengið frá ráðningu Gunnars Guðmundssonar sem þjálfara meistaraflokks karla. Tekur hann við starfi Loga Ólafssonar sem færði sig yfir til Stjörnunnar. Gunnar hefur undanfarin 4 ár þjálfað u17 ára landslið Íslands með góðum árangri. Árin 2004–2008 þjálfaði hann HK sem þá spilaði m.a. tvö ár í efstu deild. Knattspyrnudeild Umf. Selfoss gerði þriggja ára samning við Gunnar.

ÖG