Hæfileikamótun N1 og KSÍ var á Suðurlandi á dögunum

Hæfileikamótun N1 og KSÍ var á Suðurlandi á dögunum

Hæfileikamótun N1 og KSÍ var með æfingar á Suðurlandi þann 6.febrúar síðastliðinn. Alls mættu 33 leikmenn frá 3 félögum á æfingarnar sem fóru fram í Hamarshöllinni í Hveragerði. Leikmenn stóðu sig að vanda með sóma og gáfu allt í æfingarnar sem gengu vel.

Umsónarmenn æfinganna voru Lúðvík Gunnarsson, þjálfari í Hæfileikamótun og Elías Örn Einarsson, markmannsþjálfari. Þeim til aðstoðar að þessu sinni var Fanney Úlfarsdóttir, þjálfari hjá KFR.