Hafþór Þrastarson er kominn heim

Hafþór Þrastarson er kominn heim

Varnarmaðurinn sterki Hafþór Þrastarson hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Selfoss. Hafþór er Selfyssingur inn við beinið en hann spilaði sex leiki með Selfoss í Pepsí-deildinni árið 2012.

Hafþór er gríðarlega hraður og agressívur leikmaður en einnig sterkur leiðtogi sem kemur til með að styrkja hópinn innan sem utan vallar. Hann verður gjaldgengur með Selfoss á sunnudaginn kemur þegar liðið mætir Pepsí-deildarliði KR í deildarbikarnum.

Bjóðum Hafþór velkominn aftur í Selfoss

Fyrsti leikur Hafþórs var í snjó á Selfossvelli – síðan þá hefur lítið snjóað!
Ljósmynd: GKS