Halldór Björnsson ráðinn þjálfari U17 karla

Halldór Björnsson ráðinn þjálfari U17 karla

KSÍ hefur gengið frá ráðningu Selfyssingsins Halldórs Björnssonar sem þjálfara U17 landsliðs karla næstu tvö árin, og mun hann jafnframt taka við hæfileikamótun KSÍ.

Halldór, sem hefur lokið KSÍ-A þjálfara gráðu og markmannsþjálfaragráðu, hefur kennt á þjálfaranámskeiðum KSÍ og var í þjálfarateymi A landsliðs kvenna sem komst í fjórðungsúrslit í lokakeppni EM í Svíþjóð 2013.

Auk þess hefur Halldór þjálfað á Selfossi í áraraðir, m.a. 2. og 3. flokka karla og kvenna og meistaraflokk kvenna. Þá var hann um tíma í fullu starfi hjá Knattspyrnuakademíu Íslands á Suðurlandi, var í þjálfarateymi meistaraflokks karla hjá Selfossi þegar liðið lék í Pepsi-deildinni og starfaði síðastliðið sumar sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Fylki.

Halldór hefur störf í byrjun janúar 2015 og gildir ráðningin til ársloka 2016.

Til hamingju með nýja starfið Dóri!