Halo höfuðbönd til sölu í Tíbrá

Halo höfuðbönd til sölu í Tíbrá

Þann 2. desember nk. ætlar Knattspyrnudeild Selfoss að bjóða upp á mátun og sölu á Halo höfuðböndum frá Eirberg. Mátunin verður í Tíbrá kl. 17.00-19.00. Í ljósi allrar umræðu um höfuðáverka í boltaíþróttum og afleiðingar þeirra er full ástæða til að allir venji sig á slíkan öryggisbúnað. Höfum við því ákveðið að selja böndin á heildsöluverði, kr. 7.650.- Teknar verða pantanir sem þarf að greiða fyrir á staðnum og böndin verða síðan afhent 9. desember.

Tags: