Haukur Ingi og Richard Sæþór snúa aftur úr láni

Haukur Ingi og Richard Sæþór snúa aftur úr láni

Selfoss hefur kallað Hauk Inga Gunnarsson og Richard Sæþór Sigurðsson til baka úr láni.

Haukur Ingi hefur í sumar verið á láni hjá KFR í 3. deildinni þar sem hann hefur verið fastamaður. Richard hefur skorað tvö mörk í tveimur leikjum í Borgunarbikarnum með ÍBV í sumar auk þess að vera fastamaður í 2. flokki félagsins.

Haukur Ingi t.v. og Richard t.h. í traustum höndum Sveinbjörns framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Gissur