
05 ágú Haukur Ingi og Richard Sæþór snúa aftur úr láni

Selfoss hefur kallað Hauk Inga Gunnarsson og Richard Sæþór Sigurðsson til baka úr láni.
Haukur Ingi hefur í sumar verið á láni hjá KFR í 3. deildinni þar sem hann hefur verið fastamaður. Richard hefur skorað tvö mörk í tveimur leikjum í Borgunarbikarnum með ÍBV í sumar auk þess að vera fastamaður í 2. flokki félagsins.
—
Haukur Ingi t.v. og Richard t.h. í traustum höndum Sveinbjörns framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/Gissur