
23 okt Haustdögurður Selfoss getrauna

Laugardaginn 24. október, á fyrsta degi vetrar, bjóða Selfoss getraunir öllum tippurum og fjölskyldum þeirra í glæsilegan dögurð (brunch) kl. 11:30 í Tíbrá, félagsheimili Umf. Selfoss.
Selfoss getraunir hvetja tippara til að taka alla fjölskyldumeðlimi með því getraunastarf er félagsstarf fyrir alla fjölskylduna. Fögnum komu vetrar í góðum félagsskap.
Hlökkum til að sjá ykkur,
Selfoss getraunir og 2. flokkur kvenna og karla