Haustleikur Selfoss getrauna

Haustleikur Selfoss getrauna

Getraunastarfið hjá Selfoss er farið af stað og hefst nýr hópleikur, haustleikur Selfoss getrauna, laugardaginn 4. október. Hægt er að skrá sig til leiks í Tíbrá að Engjavegi 50, þar sem er opið hús frá kl. 11-13 alla laugardaga í vetur.

Einnig er hægt að skrá sig í hópleikinn á heimasíðu Tippleiksins.

Spilaðar verða 10 vikur og að því loknu munu efstu liðin í hvorum riðli keppa til úrslita þann 13. desember.

Verðlaun eru út að borða fyrir fjóra á Tryggvaskála.

Þátttökugjald er kr. 3.000 á einstakling sem gera kr. 6.000 á hóp.

Hvetjum tippara til að taka þátt í leiknum og draga með sér nýja tippara í leikinn. Því fleiri því skemmtilegra.

Fyrsta vetrardag verður þáttakendum boðið í dögurð (brunch) í Tíbrá og seinasta laugardag fyrir jól, þann 20. desember, verður jólamatur Selfoss getrauna þar sem veitt verða verðlaun fyrir haustleikin.

Styrkjum félagstengslin og mætum í Tíbrá á laugardagsmorgnum. Þar er alltaf heitt á könnunni og bakkelsi á boðstólum frá Guðnabakaríi.

Allur ágóði af getraunastarfinu rennur í 2. flokk karla og kvenna.

Bestu kveðjur og við hlökkum til að sjá þig,
Selfoss getraunir og 2. flokkur karla og kvenna

Tags: