Heiðdís og Hrafnhildur æfa með U19

Heiðdís og Hrafnhildur æfa með U19

Þær Heiðdís Sigurjónsdóttir og Hrafnhildur Hauksdóttir, leikmenn Selfoss, æfa um helgina með úrtakshóp U19 kvenna.

Þórður Þórðarson landsliðsþjálfari U19 kvenna hefur valið hóp til æfinga 30. október – 1. nóvember. Að þessu sinni eru 28 leikmenn valdir og eru stelpurnar fæddar 1996-1998. Stelpurnar sem eru fæddar 1996 eru gengnar upp úr U19 en þar sem ekki eru reglulegar U23 æfingar þá eru þær valdar til að veita þeim verkefni.