Herrakvöldið 2016

Herrakvöldið 2016

Herrakvöld knattspyrnudeildar Selfoss verður haldið í Hvítahúsinu föstudaginn 4. nóvember. Húsið opnar kl. 19:00 og hefst borðhald stundvíslega kl. 20:00.

Veislustjóri er útvarpsstjarnan og eftirherman Sólmundur Hólm eða Sóli Hólm eins og hann er betur þekktur. Ræðumaður kvöldsins er enginn annar en Landakóngurinn Gísli Einarsson.

Dýrindis matur af steikarhlaðborði, skemmtiatriði, happadrætti og hið geysivinsæla pakkauppboð.

Miðaverð kr. 5.900. Nánari upplýsingar um miðasölu og borðapantanir hjá Sævari Þór í síma 899-0887 og Sveinbirni í síma 897-7697.

Herramenn við hvetjum ykkur til að taka kvöldið frá og eiginkonur eru hvattar til að undirbúa helgina vel.

Tags: