Hólmfríður aftur í Selfoss

Hólmfríður aftur í Selfoss

Hólmfríður Magnúsdóttir hefur samið við knattspyrnudeild Selfoss út næsta keppnistímabil. Hún er því komin aftur á Selfoss eftir stutta dvöl í Noregi í haust.

Fríða kom til Selfoss fyrir tímabilið 2019 en í september síðastliðnum sneri hún aftur í atvinnumennskuna og samdi við Avaldsnes í Noregi. Hún spilaði sjö leiki fyrir Avaldsnes og skoraði 1 mark en liðið endaði í 3. sæti úrvalsdeildarinnar.

„Ég er þakklát fyrir tækifærið sem ég fékk í Noregi og það var gaman að spila aftur fyrir Avaldsnes. En nú er ég komin heim og hlakka til að klæðast Selfosstreyjunni á nýjan leik. Það er spennandi tímabil framundan eftir mjög sérstakt knattspyrnusumar 2020.“

Hólmfríður hefur spilað 32 leiki fyrir Selfoss síðan 2019 og skorað í þeim 13 mörk. Hún er ein leikreyndasta landsliðskona Íslands frá upphafi og var síðast valin í landsliðshópinn gegn Svíþjóð í október síðastliðnum.