Hrabbó komin heim

Hrabbó komin heim

Hrafnhildur Hauksdóttir er aftur komin í vínrauðu treyjuna en Selfoss hefur fengið hana lánaða frá Val.

Hrafnhildur er 22 ára varnarmaður frá Hvolsvelli og er óhætt að segja að hún þekki vel til hér á Selfossi. Hún lék sinn fyrsta meistaraflokksleik á Selfossi árið 2013 og hefur alls leikið 100 meistaraflokksleiki fyrir félagið.

Hrafnhildur gekk í raðir Vals veturinn 2016 og spilaði 12 leiki í Pepsideildinni í fyrra. Hún á að baki fjóra A-landsleiki.

Við bjóðum Hrabbó velkomna aftur heim en hún er virkilega ánægjuleg viðbót við hópinn okkar.