Hrafnhildur með landsliðinu til Algarve

Hrafnhildur með landsliðinu til Algarve

Hrafnhildur Hauksdóttir, leikmaður Selfoss, og Dagný Brynjarsdóttir, fyrrum leikmaður Selfoss, eru í landsliðshópi Íslands sem tekur þátt í Algarve-mótinu í Portúgal 2.-9. mars nk. Þetta er annað verkefni Hrafnhildar með landsliðinu en hún lék sinn fyrsta landsleik gegn Póllandi fyrr í mánuðinum.

Íslenska liðið hefur leik gegn Belgíu þann 2. mars, næsti leikur er gegn Danmörku þann 4. mars og seinasti leikurinn í riðlinum er gegn Kanada þann 7. mars. Eftir það taka við leikir um sæti.

Sjá nánar á vef KSÍ.

Tags:
,