Hrafnhildur valin í íslenska landsliðið

Hrafnhildur valin í íslenska landsliðið

Hrafnhildur Hauksdóttir og Guðmunda Brynja Óladóttir, leikmenn Selfoss, voru valdar í A landslið kvenna vegna vináttulandsleiks Íslands og Póllands sem fram fer þann 14. febrúar á Stadion Bruk-Bet Nieciecza vellinum.

Þetta er í fyrsta skipti sem Hrafnhildur, sem er tvítug, er valin í leikmannahóp A-landsliðsins en hún hefur leikið 22 unglingalandsleiki og meðal annars verið fyrirliði U19 ára liðs Íslands. Guðmunda Brynja Óladóttir, fyrirliði Selfoss, er einnig í landsliðshópnum, en hún er meðal leikreyndustu leikmanna hópsins og á að baki 10 A-landsleiki.

Auk þeirra var Heiðdís Sigurjónsdóttir valin í æfingahóp fyrir leikina en hún hlaut ekki náð fyrir augum Freys Alexanderssonar landsliðsþjálfara fyrir leikinn. Um er að ræða vináttulandsleik sem er hluti af undirbúningi liðsins fyrir komandi leiki í undankeppni EM en einungis voru valdir leikmenn úr Pepsi-deildinni í þetta verkefni.

Hrafnhildur í leik með U19 ára liði Íslands.