Í jeppa á Eyjafjallajökli og sólinni á Spáni

Í jeppa á Eyjafjallajökli og sólinni á Spáni

Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu kom heim úr vel heppnaðri ferð til Spánar sl. miðvikudaginn. Helgina áður buðu félagar úr Ferðaklúbnum 4×4 á Selfossi stelpunum í jeppaferð upp á Eyjafjallajökul og í Þórsmörk þar sem grillað var í mannskapinn. Allt er þetta hluti af undirbúningi liðsins fyrir átökin í sumar.

Hægt er að sjá myndir úr ferðunum undir #selfosskvk2014 bæði á instagram og Fésbók.

Pepsídeildin byrjar 13. maí og hvetja stelpurnar þig til að taka daginn frá.

Þórsmörk