Ísabella Sara æfir með U16

Ísabella Sara æfir með U16

Selfyssingurinn Ísabella Sara Halldórsdóttir hefur verið valin til að taka þátt á landsliðsæfingum U16 kvenna sem fara fram í Kórnum og Egilshöll helgina 9.-11. desember. Æfingarnar fara fram undir stjórn Úlfars Hinrikssonar.