Ísabella Sara semur við Selfoss

Ísabella Sara semur við Selfoss

Varnarmaðurinn Ísabella Sara Halldórsdóttir hefur skrifað undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss, út tímabilið 2020.

Ísabella Sara er aðeins fimmtán ára gömul en hún spilaði sína fyrstu meistaraflokksleiki í Lengjubikarnum síðasta vor og kom við sögu í tveimur leikjum Selfoss í 1. deildinni síðasta sumar, þegar liðið endurheimti sæti sitt í Pepsi-deildinni. Á lokahófi Selfoss var hún valin besti leikmaður 2002 árgangsins í 3. flokki.

„Ísabella kom inn í æfingahópi meistaraflokks í fyrra og þróaði sinn leik mikið á síðasta ári. Hún er einn af öflugustu leikmönnum landsins í sínum árgangi og er framtíðarleikmaður Selfoss. Ég hlakka til að fylgjast með henni vaxa enn frekar sem leikmaður á næstu misserum,“ segir Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Selfoss.

 

Á mynd má sjá Ísabellu Söra ásamt Svövu Svavarsdóttur stjórnakonu Selfoss, við undirritun samningsins