Íslandsbanki áfram aðalstyrktaraðili knattspyrnudeildarinnar

Íslandsbanki áfram aðalstyrktaraðili knattspyrnudeildarinnar

Knattspyrnudeild Selfoss og Íslandsbanki skrifuðu á föstudag undir samning þess efnis að Íslandsbanki verður áfram aðalstyrktaraðili knattspyrnudeildarinnar.

Það voru þeir Jón Rúnar Bjarnason (t.v.), útibússtjóri Íslandsbanka á Selfossi, og Adólf Ingvi Bragason, formaður knattspyrnudeildarinnar, sem skrifuðu undir samninginn í íþróttahúsinu Iðu að viðstöddum glæsilegum fulltúum deildarinnar í 7. flokki karla.

„Það er gríðarleg ánægja með samninginn innan knattspyrnudeildarinnar. Samstarf okkar við Íslandsbanka er orðið rótgróið en bankinn hefur verið einn af traustustu bakhjörlum deildarinnar undanfarna áratugi,“ sagði Adólf formaður að lokinni undirrituninni.

Ljósmynd: Umf. Selfoss/Guðmundur Karl

Tags: