Íslandsmeistarar frá 1966 heiðraðir

Íslandsmeistarar frá 1966 heiðraðir

Í tilefni 60 ára afmælis knattspyrnudeildar Selfoss og þess að 50 ár eru frá því að Selfoss varð Íslandsmeistari í 3. deild í knattspyrnu í meistaraflokki karla stóð minjanefnd félagsins fyrir viðburði í tengslum við leiki Selfoss á JÁVERK-vellinum á laugardag. Þá var afhjúpuð mynd af liðinu frá 1966 og prýðir hún stúkuna á Selfossvelli. Öllum leikmönnum sem tóku þátt á þessu ári var boðið að vera viðstaddir leikina á laugardag.

Lesa má nánar um viðburðinn í aðsendri grein Björns Inga Gíslasonar á vef DFS.is.

fotbolti_1217

Tags: