Jafnt í Hafnarfirði

Jafnt í Hafnarfirði

Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu gerði 2-2 jafntefli við Hauka á útivelli í B-deild Lengjubikarsins í knattspyrnu á Gaman ferða vellinum í Hafnarfirði.

Magdalena Reimus og Halla Helgadóttir komu selfyssingum í 2-0 með mörkum á 22. og 37. mínútu

Haukar minnkuðu muninn á lokamínútu fyrri hálfleiks og bættu svo við öðru marki strax í byrjun seinni hálfleiks.
Lokatölur urðu 2-2 en þrátt fyrir ágætar sóknir beggja liða í seinni hálfleik urðu mörkin ekki fleiri.

Selfoss er í 4. sæti B-deildarinnar eftir fjóra leiki með fjögur stig.