Jafntefli fyrir austan

Jafntefli fyrir austan

Selfyssingar sóttu Leiknismenn frá Fáskrúðsfirði heim í Inkasso-deildinni á laugardag. Liðin skildu jöfn, 1-1 en það var Svavar Berg Jóhannsson sem kom okkar mönnum yfir strax á annarri mínútu en heimamenn jöfnuðu fyrir hálfleik og þar við sat.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Að loknum leik eru Selfyssingar í sjötta sæti deildarinnar með 16 stig og taka á móti Keflvíkingum á JÁVERK-vellinum á frídag verslunarmanna, mánudaginn 1. ágúst kl. 19:15, en leiknum var seinkað vegna undanúrslitaleiks Selfoss gegn Val sem fram fer miðvikudaginn 27. júlí nk.