
20 feb Jafntefli við Gróttu í Lengjubikarnum

Selfyssingar gerðu jafntefli við Gróttu í fyrsta leik sínum í A-deild Lengjubikarsins á laugardag en leikið var í Reykjaneshöllinni.
Það var Magnús Ingi Einarsson sem kom Selfyssingum yfir í leiknum en Jón Björgvin Kristjánsson jafnaði fyrir Gróttu þegar korter var eftir af leiknum og þar við sat.
Næsti leikur okkar manna er sunnudaginn 22. febrúar kl. 15:00 þegar þeir mæta Víkingum í Egilshöllinni.