Jafntefli við Leikni

Jafntefli við Leikni

Selfyssingar á móti toppliði Leiknis á JÁVERK-vellinum í gær. Selfyssingar fengu draumabyrjun þegar Luka Jagacic kom okkar mönnum yfir á 30. mínútu. Sælan var þó skammvinn því Leiknismenn svöruðu með tveimur mörkum fyrir leikhlé auk þess sem fyrirliðinn Einar Ottó Antonsson var rekin af velli fyrir litlar sakir. Strákarnir lögðu þó ekki árar í bát og Haukur Ingi Gunnarsson jafnaði leikinn með glæsilegu skoti á 63. mínútu og þar við sat.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is auk þess sem rætt var við Gunnar þjálfara Selfyssinga.

Haukur Ingi skoraði sitt fyrsta mark í deildinni.
Mynd: Umf. Selfoss/Brandur Jónsson

Tags: