Jafntefli við Val og tap fyrir norðan

Jafntefli við Val og tap fyrir norðan

Selfyssingar luku keppni í Lengjubikarkeppni KSÍ um helgina.

Strákarnir gerðu 2-2 jafntefli við Val á Selfossvelli sl. fimmtudag. Þorsteinn Daníel Þorsteinsson og Andri Már Hermannsson komu Selfyssingum í 2-0 á fyrsta hálftímanum. Staðan var 2-0 í hálfleik en Valsmönnum tókst að tryggja sér eitt stig með mörkum í blálok leiksins.

Stelpurnar fóru norður yfir heiðar þar sem þær mættu liði Þórs/KA. Þær máttu sín lítils í leiknum og töpuðu 4-0.

Strákarnir enduðu í 5. sæti síns riðils með 7 stig í 7 leikjum en stelpurnar kræktu sér einungis í eitt stig í keppninni.