Jólaglaðningur Getrauna

Jólaglaðningur Getrauna

Boðið verður upp á stærsta pott Íslandssögunnar í Getraunum um næstu helgi þegar áætluð vinningsupphæð verður 390 milljónir króna fyrir 13 rétta á enska getraunaseðlinum. Þar sem vinningsupphæð fyrir 10 rétta gekk ekki út síðasta laugardag bættast 66 milljónir við 13 rétta og ætti vinningsupphæðin að vera um 195 milljónir. Í tilefni jólanna hafa Íslenskar getraunir og Svenska Spel (sænsku getraunirnar) ákveðið að tvöfalda þá upphæð þannig að áætlaður vinningur fyrir 13 rétta verði 390 milljónir króna. Aldrei áður hefur vinningur fyrir 13 rétta verið svo hár.

Tipparar á Selfossi ætla að sameinast um að landa þeim stóra á laugardag og verður safnað í eitt gott húskerfi og reynt við milljónirnar. Tekið er á móti framlögum til kl. 12:30 á laugardag.

Hvetjum fólk til að mæta í getraunakaffið í Tíbrá milli kl. 11 og 13 á laugardag. Einnig er hægt að tippa á netinu eða næsta sölustað og muna að merkja við 800, getraunanúmer Selfoss, á getraunaseðlinum.

Tags: