Jólahappadrætti 2020 – Afhending miða

Jólahappadrætti 2020 – Afhending miða

Sala á miðum í ár gekk vonum framar og hefur happadrættið aldrei verið stærra! Enn eru örfáir miðar eftir.

Afhending miða mun fara fram í Tíbrá við Engjaveg miðvikudag – föstudag frá kl 16:00 til 19:00.

Í ljósi aðstæðna og sóttvarnarsjónarmiða getum við einungis tekið á móti fáum einstaklingum í einu inni í húsið þannig að við biðjum fólk um að sýna því skilning að það gæti þurft að bíða augnablik eftir að komast inn og ganga frá miðakaupum.

Miðar verða einungis afhentir gegn greiðslu. Bæði er hægt að greiða með reiðufé og með debetkorti (tökum ekki við kreditkortum).

Áfram Selfoss.