Jón Daði í atvinnumennsku hjá Viking Stafangri

Jón Daði í atvinnumennsku hjá Viking Stafangri

Jón Daði Böðvarsson, leikmaður Selfoss, náði samkomulagi við norska knattspyrnufélagið Viking frá Stafangri í vikunni. Hann mun því halda til Noregs í næstu viku og skrifa undir þriggja ára samning við félagið. Jón Daði þekkir fátt annað en að leika í Selfossbúningnum því hann er fæddur og uppalinn Selfyssingur og hefur leikið með liðum Selfoss frá því hann var sjö ára. Í sumar fór hann á kostum með meistaraflokki Selfoss í Pepsi-deildinni og var eftir tímabilið valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar. Jón Daði á að baki sjö landsleiki með u19 ára landsliðinu, fimm með u21 árs liðinu, auk eins A-landsliðsleiks sem var gegn Andorra þann 14. nóvember s.l.

Í haust æfði Jón Daði með nokkrum liðum í Danmörku, Svíþjóð og Noregi með það í huga að komast á samning. Hann ákvað svo að gerast leikmaður Viking sem endaði í fimmta sæti í norsku úrvalsdeildinni á nýliðnu tímabili. Þess má geta að Indriði Sigurðsson leikur með liðinu.

Hér má fá upplýsingar um Viking FK frá Stafangri: http://www.viking-fk.no/
 
-ög