Jón Daði kíkti í heimsókn

Jón Daði kíkti í heimsókn

Knattspyrnudeildin býður upp á frítt knattspyrnunámskeið í þessari viku og ákvað Jón Daði Böðvarsson, leikmaður Wolves og landsliðsmaður Íslands, að kíkja í heimsókn á JÁVERK-völlinn í tilefni af því.

Jón Daði heilsaði upp á krakkana ásamt því sem hann tók eina æfingu með meistaraflokknum og gaf knattspyrnudeildinni áritaða treyju sem hann spilaði í síðasta vetur.

Jón Daði heldur til Englands á sunnudaginn þar sem hann hefur undirbúning fyrir komandi tímabil.

Frábær fyrirmynd fyrir ungu krakkana sem voru himinlifandi með heimsóknina og margir fengu mynd af sér með honum ásamt að spjalla við hann um daginn og veginn

Áfram Selfoss